Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   sun 10. nóvember 2024 09:36
Elvar Geir Magnússon
Spá því að Orri byrji á bekknum gegn Barcelona
Líkleg byrjunarlið.
Líkleg byrjunarlið.
Mynd: Marca
Í kvöld klukkan 20 mætast Real Sociedad og topplið Barcelona í spænsku deildinni, La Liga. Barcelona hefur unnið sjö síðustu leiki sína og er á miklu flugi en liðið vonast til að bæta þeim áttunda við áður en kemur að landsleikjaglugganum.

Spænska blaðið Marca birti líkleg byrjunarlið í morgun og spáir því að íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson byrji meðal varamanna hjá heimamönnum. Talið er að Brais Mendez komi inn í liðið og það verði eina breytingin frá 2-1 tapi gegn Viktoria Plzen en Orri skoraði mark Sociedad í þeim leik.

Mynd: Getty Images

Það áhugaverðasta í líklegu byrjunarliði Barcelona er að ungstirnið Lamine Yamal er ekki í því. Sagt er að hann hafi fundið fyrir óþægindum fyrir æfingu og ekki æft með liðinu í gær heldur verið í líkamsræktarsalnum. Ansu Fati er í líklegu byrjunarliði í stað Yamal.

Robert Lewandowski þarf hinsvegar enga hvíld en pólski framherjinn hefur verið funheitur á tímabilinu, er markahæstur í deildinni með fjórtán mörk.

Real Sociedad er í ellefta sæti La Liga en í upphitun Marca er vakin sérstök athygli á afleitu gengi liðsins á heimavelli sínum, Reale Arena, en á árinu 2024 er liðið aðeins með fjóra heimasigra í nítján leikjum. Það sé staðreynd sem hafi klárlega sálfræðileg áhrif á liðið.

Sjónvarp Símans sýnir leikinn í beinni útsendingu í kvöld í samvinnu við Livey. Að honum loknum fer Orri Steinn til móts við íslenska landsliðið en hann er að sjálfsögðu í hópnum fyrir komandi leiki gegn Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeildinni.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 8 7 0 1 19 9 +10 21
2 Barcelona 8 6 1 1 22 9 +13 19
3 Villarreal 8 5 1 2 14 8 +6 16
4 Betis 8 4 3 1 13 8 +5 15
5 Atletico Madrid 8 3 4 1 15 10 +5 13
6 Elche 8 3 4 1 11 9 +2 13
7 Sevilla 8 4 1 3 15 11 +4 13
8 Athletic 8 4 1 3 9 9 0 13
9 Espanyol 8 3 3 2 11 11 0 12
10 Alaves 8 3 2 3 9 8 +1 11
11 Getafe 8 3 2 3 9 11 -2 11
12 Osasuna 8 3 1 4 7 8 -1 10
13 Levante 8 2 2 4 13 14 -1 8
14 Vallecano 8 2 2 4 8 10 -2 8
15 Valencia 8 2 2 4 10 14 -4 8
16 Celta 8 0 6 2 7 10 -3 6
17 Girona 8 1 3 4 5 17 -12 6
18 Oviedo 8 2 0 6 4 14 -10 6
19 Real Sociedad 8 1 2 5 7 12 -5 5
20 Mallorca 8 1 2 5 7 13 -6 5
Athugasemdir