Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 12. júlí 2025 14:44
Brynjar Ingi Erluson
Onana meiddur og gæti misst af byrjun tímabilsins - Nær Amorim í markvörð
Mynd: EPA
André Onana, markvörður Manchester United, meiddist á dögunum aftan í læri og mun ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð en þetta kemur fram í Telegraph í dag.

Onana, sem er 29 ára, mætti aftur til æfinga hjá United í vikunni og meiddist í kjölfarið.

Áætlað er að hann verði frá í sex til átta vikur og er óttast að hann missi af fyrsta deildarleik United gegn Arsenal þann 17. ágúst.

United er að vonast eftir því að hann verði klár í leikinn, en annars þarf það að treysta á Altay Bayindir eða Tom Heaton. Tékkneski markvörðurinn Radek Vitek, sem er í miklum metum hjá félaginu, er þá kominn aftur eftir að hafa verið á láni hjá BW Linz á síðustu leiktíð.

Telegraph segir að United verði að taka ákvörðun fljótlega, hvort það verði fenginn nýr markvörður inn í sumar eða ekki.

Félaigð hefur síðustu mánuði verið að skoða möguleikann á því að sækja annan markvörð eftir afar slaka frammistöðu Onana frá því hann kom frá Inter fyrir tveimur árum.

Argentínumaðurinn Emiliano Martínez hefur verið orðaður við United undanfarnarvikur en samkvæmt Telegraph er ekki verið að vinna í skiptunum.
Athugasemdir
banner
banner