Tyrkneski miðjumaðurinn Orkun Kokcu hefur farið fram á sölu frá portúgalska félaginu Benfica og hefur hótað því að neita að mæta á æfingar ef hann fær ekki sínu framgengt.
Kokcu, sem er 24 ára, segist ekki geta hugsað sér að snúa aftur til æfinga eftir rifrildi við Bruno Lage, þjálfara liðsins, á HM félagsliða í sumar.
Miðjumaðurinn brjálaðist út í Lage sem tók hann af velli í 6-0 stórsigrinum á Auckland City og lét nokkur ófögur orð falla í garð þjálfarans.
Hann baðst síðar afsökunar og sagði ekkert vandamál vera milli hans og Lage, en öðru er haldið fram í heimalandi leikmannsins.
Tyrkneski miðillinn Sports Digitale segir að Kokcu hafi farið fram á sölu og segist ekki ætla að mæta á æfingar þegar undirbúningstímabilið fer af stað í næstu viku.
Besiktas, Inter og Roma eru öll að skoða það að fá leikmanninn, en þetta er annar leikmaðurinn í portúgölsku deildinni sem neitar að mæta á æfingar til að komast í burtu í sumar.
Sænski framherjinn Viktor Gyökeres, sem er á mála hjá Sporting, tjáði félagi sínu að hann ætlar ekki að mæta á æfingar eftir að það sveik heiðursmannasamkomulag varðandi verðmiðann.
Sparks were flying between Bruno Lage and Kokcu in yesterday's Benfica match! Proper disagreement????
— BeSoccer (@besoccer_com) June 21, 2025
pic.twitter.com/1D6PB9oGtf
Athugasemdir