Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. júlí 2018 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Engin skrúðganga hjá Englendingum
Enska liðið komst í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1990.
Enska liðið komst í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1990.
Mynd: Getty Images
Eftir tap gegn Englands gegn Króatíu í undanúrslitunum á HM sagði Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, að Englendingar hefðu farið fram úr sér og hefðu verið farnir að „plana skrúðgöngur" og þess vegna hefðu þeir ekki unnið leikinn. „Þú verður að einbeita þér að einum leik í einu en allir voru að tala um úrslitaleikinn, að fótboltinn væri að koma heim," sagði Keane.

Nú er það komið á hreint að það verður engin skrúðganga við heimkomuna hjá enska landsliðinu.

England spilar við Belgíu í leiknum um þriðja sætið á morgun.

Gareth Southgate og enska knattspyrnusambandið ákváðu að hafa heimkomuna lágstemmda þrátt fyrir að stuðningsmenn vilji fagna besta árangri Englands á HM í 28 ár.

Enska landsliðið lendir í Birmingham í sunnudaginn og munu leikmenn fara beint í faðm fjölskyldunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner