Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. október 2018 14:55
Ívan Guðjón Baldursson
Annað jafntefli hjá U17 - Markatalan gegn Gíbraltar mikilvæg
Mynd: KSÍ
Bosnía og Hersegóvína U17 1 - 1 Ísland U17
1-0 Faruk Durakovic ('44)
1-1 Ísak Bergmann Jóhannesson ('68, víti)
Rautt spjald: David Pisar, Bosnía ('42)

Íslenska landsliðið skipað drengjum 17 ára og yngri er búið að gera tvö jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum í undanriðli fyrir EM 2019.

Strákarnir gerðu jafntefli við Úkraínu í fyrstu umferð og voru rétt í þessu að ljúka jafnteflisleik við Bosníu og Hersegóvínu.

Undanriðillinn er spilaður í Bosníu og var staðan markalaus þegar heimamenn misstu David Pisar af velli með rautt spjald rétt fyrir leikhlé. Tveimur mínútum síðar var Faruk Durakovic búinn að skora.

Bosníumenn gerðu tvær skiptingar í hálfleik en þær dugðu ekki alveg til að loka á Ísland því Ísak Bergmann Jóhannesson jafnaði með marki úr vítaspyrnu á 68. mínútu.

Meira var ekki skorað og er Ísland því með tvö stig. Ljóst er að síðasti leikurinn verður mikilvægastur fyrir okkar menn en hann er gegn Gíbraltar.

Þar þurfa strákarnir að keppast um að skora sem mest, því Bosnía vann 8-0 gegn Gíbraltar og Úkraína 11-0.

Tvær þjóðir komast áfram á næsta stig undankeppninnar, auk stigahæsta þriðja sætisins.

Riðillinn:
1. Úkraína 4 stig 13:2
2. Bosnía 4 stig 9:1
3. Ísland 2 stig 3:3
4. Gíbraltar 0 stig 0:19
Athugasemdir
banner
banner