Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. júlí 2018 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aubameyang fór á kostum - Markalaust hjá Liverpool
Aubameyang skoraði þrennu á 10 mínútum.
Aubameyang skoraði þrennu á 10 mínútum.
Mynd: Arsenal
Það var markalaust hjá lærisveinum Klopp.
Það var markalaust hjá lærisveinum Klopp.
Mynd: Getty Images
Ensku liðin eru mörg hver að hefja undirbúningstímabil sitt. Arsenal og Liverpool voru að spila í dag.

Aubameyang með þrennu á 10 mínútum
Arsenal spilaði við enska utandeildarliðið Boreham Wood í dag í fyrsta leik Spánverjans Unai Emery.

Það var Pierre-Emerick Aubameyang sem skoraði fyrsta markið í stjórnartíð Emery en það kom eftir sjö mínútur. Tíu mínútum síðar var Aubameyang búinn að fullkomna þrennu sína. Frábær fyrsti leikur á þessu undirbúningstímabili hjá Aubameyang.


Reiss Nelson og Alexandre Lacazette bættu við mörkum fyrir leikhlé og var staðan 5-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Arsenal skipti út öllu liðinu sínu í hálfleik en í seinni hálfleiknum bætti Lundúnaliðið við þremur mörkum. Eddie Nketiah, Jeff Reine-Adelaide og Henrikh Mkhitaryan skoruðu mörkin.

Sokratis Papastathopoulos og Matteo Guendouzi spiluðu sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í dag.

Byrjunarlið Arsenal: Cech, Bellerin, Sokratis, Mavropanos, Osei-Tutu, Maitland-Niles, Willock, Smith Rowe, Aubameyang, Lacazette, Nelson.

Markalaust hjá Liverpool - Karius pirraður
Liverpool spilaði við Bury úr D-deildinni og þar var niðurstaðan markalaust jafntefli.

Loris Karius, sem hefur verið í vandræðum á undirbúningstímabilinu, spilaði klukkutíma í markinu hjá Liverpool, en hann virtist pirraður í dag þar sem áhorfendur stríddu honum í hvert skipti sem hann fékk boltann. Alltaf þegar Karius fékk boltann heyrðist „woahhhhhhhh" úr stúkunni.

Byrjunarlið Liverpool: Karius, Clyne, Matip, Van Dijk, Moreno, Milner, Fabinho, Ojo, Jones, Sturridge, Origi.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner