Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. október 2018 16:00
Arnar Helgi Magnússon
Starf Löw ekki í hættu þrátt fyrir hræðilegt gengi
Mynd: Getty Images
Joachim Löw er ekki orðinn valtur í sessi sem landsliðsþjálfari Þýskalands ef marka má orð framkvæmdastjóra þýska knattspyrnusambandsins.

Hollendingar völtuðu yfir Þjóðverja í Þjóðadeildinni í gær og unnu sannfærandi 3-0 sigur.

Þýskaland unnu síðast mótsleik þann 23. júní þegar þeir mörðu Svía, 2-1 í riðlakeppninni á Heimsmeistaramótinu.

Framkvæmdastjóri þýska knattspyrnusambandsins segir að Löw muni stjórna þýska liðinu í næstu verkefnum.

„Við erum að einbeita okkur að leiknum gegn Frökkum á þriðjudag og Hollandi í nóvember."

„Við stöndum saman í gegnum erfiðleikana sama hvort þeir sér innan vallar eða utan."

Árangur Þjóðverja á Heimsmeistaramótinu í sumar var langt fyrir neðan allar væntingar en liðið komst ekki upp úr riðlinum sínum. Fyrir mótið gerði Löw fjögurra ára samning við þýska knattspyrnusambandið.
Athugasemdir
banner
banner