Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 14. október 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Indriði Áki framlengir við Fram
Mynd: Raggi Óla
Indriði Áki Þorláksson hefur framlengt samning sinn við Fram til tveggja ára. Samningurinn gildir út keppnistímabilið 2023.

Indriði Áki sneri aftur til Fram fyrir síðasta tímabil og átti frábært sumar í ósigruðu liði Fram í Lengjudeildinni. Hann hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild.

Alls hefur Indriði Áki leikið 87 leiki fyrir Fram og skorað í þeim 13 mörk en hann lék áður með Fram árin 2015-2017.

„Knattspyrnudeild Fram fagnar því hafa Indriða Áka áfram í sínum röðum og bindur miklar vonir við hann á komandi árum," segir í tilkynningu Framara.

Tvíburabróðir Indriða, Alexander Már, spilar einnig með Fram og hann gerði nýjan samning við þá bláu í upphafi mánaðarins.
Athugasemdir
banner
banner
banner