Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. febrúar 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Georg Bjarna og Kári Steinn í Aftureldingu (Staðfest)
Mynd: Afturelding
Afturelding hefur fengið til liðs við sig tvo nýja leikmenn en það eru þeir Georg Bjarnason og Kári Steinn Hlífarsson.

Georg kemur frá Víking R. en hann lék lykilhlutverk með 2. flokki félagsins síðasta sumar. Hann er fjölhæfur varnar- og miðjumaður.

Kári Steinn spilaði með KFG síðasta sumar og hjálpaði liðinu upp úr 3. deildinni. Eftir tímabilið var hann valinn efnilegasti leikmaður liðsins. Hann fór einnig til þýska 4. deildarliðsins SV Straelen á reynslu í vetur.

Georg og Kári eru báðir fæddir árið 1999. Þeir spiluðu leiki með Aftureldingu í Fótbolta.net mótinu og þeir eru komnir með leikheimild fyrir fyrsta leik í Lengjubikar gegn Fram í kvöld. Sá leikur fer fram á gervigrasvelli Fram í Safamýri klukkan 19:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner