Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. október 2018 11:30
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið Spánverja sem hafa spilað á Englandi
Xabi Alonso var geggjaður hjá Liverpool.
Xabi Alonso var geggjaður hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Diego Costa.
Diego Costa.
Mynd: Getty Images
Í tilefni þess að Spánn og England mætast í Þjóðadeildinni í kvöld þá valdi Mirror úrvalslið spænskra leikmanna sem spilað hafa í ensku úrvalsdeildinni.

Markvörður: David de Gea
Markvörður Manchester United er aðalmarkvörður Spánverja í dag.

Hægri bakvörður: Michel Salgado
Þessi fyrrum leikmaður Real Madrid fór 34 ára gamall til Blacburn árið 2009.

Miðvörður: Gerard Pique
Byrjaði að spila aðalliðsfótbolta með Manchester United, þar lék hann 23 leiki.

Miðvörður: Fernando Hierro
Real Madrid goðsögnin lék 29 leiki fyrir Bolton áður en hann lagði skóna á hilluna.

Vinstri bakvörður: Cesar Azpilicueta
Einn allra áreiðanlegasti leikmaður Chelsea.

Miðjumaður: Xavi Alonso
Varð Evrópumeistari með Liverpool og er elskaður af stuðningsmönnum liðsins.

Miðjumaður: Cesc Fabregas
Þessi fyrrum leikmaður Barcelona hefur verið sigursæll með Arsenal og Chelsea.

Miðjumaður: David Silva
Hjartslátturinn í liði Manchester City. Er að spila sinn besta bolta núna í dag, 32 ára.

Miðjumaður: Juan Mata
Þessi geðþekki leikmaður hefur gert góða hluti hjá Chelsea og Manchester United.

Sóknarmaður: Fernando Torres
Var um tíma einn hættulegasti sóknarmaður heims þegar hann lék með Liverpool.

Sóknarmaður: Diego Costa
Þessi öflugi framherji skoraði 59 mörk í 120 leikjum fyrir Chelsea.

Varamenn: Pepe Reina, Hector Bellerin, Ivan Campo, Mikel Arteta, Santi Cazorla, Gaizka Mendieta, Luis Garcia.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner