Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   þri 17. júlí 2018 22:41
Elvar Geir Magnússon
Þrándheimi
Óli Jó: Verðum örugglega ekki skemmtilegir
Ólafur styrir æfingu á Lerkendal.
Ólafur styrir æfingu á Lerkendal.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Við erum yfir í hálfleik og við verðum að vera klókir," segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, fyrir seinni leikinn gegn Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Valur vann fyrri leikinn 1-0 á Hlíðarenda en liðin mætast öðru sinni í Þrándheimi á morgun miðvikudag, 17:45 að íslenskum tíma.

„Rosenborg er auðvitað stærra félag en Valur og saga félagsins er ótrúleg. Pressan er á þeim. Það er ákveðin pressa á okkur en hún er sú að við leggjum okkur fram og gerum það sem við getum. Þá fáum við fín úrslit, ég veit það," segir Ólafur en óhætt er að segja að Valsmenn séu brattir fyrir leikinn.

„Fyrri leikurinn sýndi okkur það að ýmislegt er hægt í fótboltanum. Við tökum það góða úr þeim leik með okkur inn í þennan leik."

„Oft eru þetta taldir stærri leikir en deildarleikir þó mikilvægið sé í sjálfu sér það sama. Nálgun manna er öðruvísi, við erum saman á hóteli og svona," segir Ólafur um muninn á að undirbúa Evrópuleik en Pepsi-deildarleik.

Hann segir að helsti munurinn hjá sér sé að skipuleggja varnarleik. Ólafur er sóknarsinnaður í sinni nálgun en hefur eytt meiri tíma en vaninn er í varnartaktík að þessu sinni.

„Ég er ekki vanur því. Ég held að ég hafi ekki minnst á varnarleik þegar við mættum Bröndby og við fórum flatt á því. Í þetta sinn teljum við góða möguleika á að gera eitthvað ef við spilum góða vörn og við ætlum að gera það."

Hvernig býst hann við því að Rosenborg mæti inn í þennan leik?

„Ég held að þeir muni byrja með látum og pressa okkur til að reyna að ná marki snemma. Við verðum bara undirbúnir. Aðalmálið hjá okkur er að fara ekkert á taugum eða verða hræddir. Við mætum þeim hérna á morgun og ég hugsa að við förum aðeins á þá í upphafi til að kveikja í þeim. Við tefjum þegar boltinn fer út af og svona, við verðum örugglega ekki skemmtilegir á morgun," segir Ólafur en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner