Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. september 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfarabreytingar hjá KH eftir gott jómfrúartímabil í 3. deild
Úr leik KH og KFG í sumar.
Úr leik KH og KFG í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KH var nýliði í 3. deildinni en Hlíðarendapiltar enduðu í fimmta sæti deildarinnar með 28 stig, aðeins fjórum stigum frá því að komast upp um deild.

Liðið var í toppbaráttu allt þar til í síðustu umferð mótsins, en mótinu lauk um liðna helgi. Dalvík/Reynir og KFG fóru upp, Ægir fór niður og upp úr 4. deild koma Reynir S., Skallagrímur og Kórdrengir. Verið er að fjölga liðum í 3. deild.

KH, sem sýndi flotta takta í sumar, verður með nýjan þjálfara næsta sumar, því Arnar Steinn Einarsson, sem stýrði liðinu ásamt Ingólfi Sigurðssyni í sumar, mun núna stíga til hliðar. Hann mun snúa sér að öðrum verkefnum eftir að hafa þjálfað liðið undanfarin tvö tímabil með frábærum árangri.

„Arnari Steini er þakkað fyrir frábært framlag sitt til félagsins, fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. Engin hætta er á öðru en að Arnar Steinn verði félaginu innan handar í nánustu framtíð," segir í fréttatilkynningu frá KH.

Óljóst er hvort Ingólfur Sigurðsson, sem þjálfaði liðið með Arnari ásamt því að vera lykilmaður í liðinu, verði áfram sem þjálfari.

„Við þökkum kærlega fyrir okkur í sumar og getum ekki beðið eftir að byrja að nýju. Lokahóf félagsins verður haldið hátíðlega um næstu helgi. Áfram KH!"


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner