Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. júlí 2019 12:03
Brynjar Ingi Erluson
Klopp segist ánægður með hópinn
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ítrekaði það í viðtali við heimasíðu félagsins að félagaskiptaglugginn verði töluvert rólegri en síðustu tvö ár.

Klopp hefur aðeins keypt einn leikmann í sumar en hann fékk Sepp van den Berg frá PEC Zwolle og er hann hugsaður fyrir U23 ára lið félagsins.

Hann býst ekki við því að Liverpool kaupi mikið í sumar en glugginn lokar eftir þrjár vikur.

Liverpool hefur fengið þá Rhian Brewster og Alex Oxlade-Chamberlain úr meiðslum og þá er Nathaniel Clyne kominn aftur frá Bournemouth. Harry Wilson er kominn frá Derby og því ólíklegt að Klopp eyði mikið af peningum í sumar.

„Við erum frekar rólegir yfir þessu en við sjáum hvað gerist. Eins og ég sagði þá verður þetta ekki stærsti félagaskiptagluggi í sögu félagsins. Við höfum fjárfest mikið í liðinu síðustu tvö ár og við getum ekki gert þetta á hverju sumri," sagði Klopp.

„Fólk talar um að við þurfum að eyða 200-300 milljónum punda í viðbót. Það eru kannski tvö félög í heiminum sem gera það og það eru nokkur félög sem geta gert það og það eru Real Madrid og Barcelona svo geta auðvitað Manchester City og Paris Saint-Germain gert það sama."

„Við erum í góðum málum. Ég er ánægður með hópinn og allir eru ánægðir hér. Við erum að skoða hvort við ætlum að styrkja eina stöðu ef við finnum hentugan leikmann en það er engin pressa því þetta snýst ekki um að kaupa bara einhvern leikmann. Við erum með lausnir fyrir allar stöður,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner