Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. maí 2019 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
Fertugur Pellissier leggur skóna á hilluna
Stuðningsmenn kvöddu Pellissier í dag.
Stuðningsmenn kvöddu Pellissier í dag.
Mynd: Getty Images
Ítalski sóknarmaðurinn Sergio Pellissier er loksins búinn að leggja takkaskóna á hilluna, eftir 19 ár í treyju Chievo.

Saga Pellissier er áhugaverð en hann þótti efnilegur á sínum tíma og lék fimm leiki fyrir U17 lið Ítalíu. Hann var 21 árs þegar hann gekk í raðir Chievo og hefur síðan þá skorað 139 mörk í 514 leikjum fyrir félagið.

Önnur félög sýndu honum áhuga en hann hélt alltaf tryggð við Chievo og lék aðeins eitt tímabil í Serie B.

Chievo gerði markalaust jafntefli við Sampdoria í lokaumferð ítalska boltans fyrr í dag en liðið er löngu fallið úr Serie A eftir afar slakt tímabil.

Hinn fertugi Pellissier gerði fjögur mörk í sextán leikjum á tímabilinu og stóðu leikmenn heiðursvörð fyrir hann í dag.
Athugasemdir
banner