Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 19. október 2021 14:53
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Kemur enginn í KR og á öruggt sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmennirnir þrír sem KR hefur fengið til sín.
Leikmennirnir þrír sem KR hefur fengið til sín.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
KR boðaði til fréttamannafundar í dag þar sem kynntir voru nýir leikmenn og framlenging við tvo lykilmenn.

„Við erum að stækka hópinn okkar og við munum kannski skoða fleiri leikmenn. Við sjáum fyrir okkur lengra tímabil með fleiri leikjum á næsta tímabili," segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.

Hann segist hafa viljað hafa meiri samkeppni um stöður á liðnu tímabili og nú er stefnt að því að fjölga leikjum í efstu deild á því næsta.

Sjá einnig:
Sigurður Bjartur og Stefan Ljubicic kynntir hjá KR - Arnór og Pálmi framlengja (Staðfest)

Sóknarmennirnir Sigurður Bjartur Hallsson og Stefan Ljubicic, sem báðir eru 22 ára, gengu í raðir KR í dag. Fyrir eru KR-ingar með sóknarmennina Guðjón Baldvinsson, Kristján Flóka Finnbogason og Kjartan Henry Finnbogason.

„Kristján Flóki hefur spilað úti á kanti og í tíunni. Við erum að horfa á þessa leikmenn sem samkeppni fyrir þá. Guðjón var meiddur í nánast allt sumar og við vitum ekki hvað verður um hann. Hann og Kjartan eru 35 og 36 ára, við erum að horfa til framtíðar líka. Þessir strákar þurfa að hafa fyrir þessu og fara í samkeppni við okkar bestu leikmenn. Menn þurfa að vera tilbúnir þegar okkar bestu leikmenn eru ekki bestir lengur."

Aron Snær Friðriksson, 24 ára markvörður, kom frá Fylki. Er hann að fara í beina samkeppni við Beiti Ólafsson sem hefur verið aðalmarkvörður?

„Algjörlega. Það er enginn sem kemur í KR sem á öruggt sæti og Aron veit það. Hann var tilbúinn að koma í samkeppni við Beiti. Beitir á eitt ár eftir af samningi og við erum að sjá hversu lengi hann verður í þessu. Hann er 100% klár í eitt tímabil í viðbót. Aron er ungur en með mikla reynslu og við ætlum að vinna í því að gera hann að betri markverði og að okkar fyrsta markverði þegar fram líða stundir."

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Rúnar nánar um nýju sóknarmennina, samningamál Óskars Arnar Haukssonar, Evrópusætið og fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner