Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. júní 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Garðar Gunnlaugs er að jafna sig af meiðslum
Garðar Gunnlaugsson.
Garðar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Garðar Gunnlaugsson leikmaður Vals hefur ekki verið í leikmannahópi liðsins í síðustu tveimur leikjum í Pepsi Max-deildinni.

Garðar tognaði á æfingu með liðinu í byrjun júní en hann var ónotaður varamaður í leik gegn Stjörnunni 2. júní. Eftir það hefur hann verið utan hóps gegn ÍBV og nú síðast KR á miðvikudaginn.

Garðar sagði í samtali við Fótbolta.net að hann yrði metinn á morgun en óvíst er að hann verði orðinn klár fyrir leikinn á sunnudaginn þegar Valur tekur á móti Grindavík í 10. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Garðar hefur komið við sögu í fjórum leikjum Vals í Pepsi Max-deildinni en liðið situr í sæti deildarinnar með sjö stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner