Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. júní 2019 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Dean Henderson: Við brugðumst þjóðinni
Mynd: Getty Images
Dean Henderson, markvörður Manchester United, og liðsfélagar í enska U21 landsliðinu voru miður sín eftir 4-2 tap gegn Rúmeníu í riðlakeppni EM.

Staðan var markalaus þar til á 76. mínútu og komu öll sex mörkin á lokakafla leiksins.

Englendingar duttu þar með úr leik eftir naumt tap gegn Frakklandi í fyrstu umferð, þar sem sigurmarkið reyndist sjálfsmark Aaron Wan-Bissaka á 95. mínútu.

„Þetta er synd. Við vitum að við getum unnið hvaða lið sem vinnur þetta mót. Við brugðumst okkur sjálfum. Við brugðumst þjóðinni," sagði Henderson. Mikið hafði verið talað um bjarta framtíð Englendinga fyrir mót en nú hefur hljóðið breyst í fjölmiðlum ytra og óttast þeir um framtíð landsliðsins.

„Þetta er sérstaklega leiðinlegt því þetta gæti verið síðasta tækifærið fyrir einhverja okkar til að spila fyrir England á stórmóti. Við vildum vinna þetta mót, við stóðumst engan veginn væntingar."

Þriðja mark Rúmena, sem kom í stöðunni 2-2, skrifast á Henderson. Hann missti boltann inn eftir skot af 27 metra færi.

„Einstaklingsmistök kostuðu okkur sigurinn, við nýttum ekki öll færin okkar og fengum sex mörk á okkur í tveimur leikjum. Það er ekki boðlegt.

„Þetta var vandræðalegt fyrir mig. Ég er ekki vanur að gera svona mistök, ég þarf að skoða sjálfan mig."


Henderson gerði frábæra hluti að láni hjá Sheffield United á síðasta tímabili. Hann lék mikilvægt hlutverk er Sheffield komst upp í úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner