Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. júní 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM kvenna í dag - Útsláttarkeppnin hefst
María og stöllur hennar mæta Ástralíu.
María og stöllur hennar mæta Ástralíu.
Mynd: Getty Images
Í dag hefst útsláttarkeppnin á Heimsmeistaramóti kvenna í Frakklandi. Það eru tveir leikir í 16-liða úrslitunum.

Í fyrri leik dagsins, sem hefst 15:30, mætast Þýskaland og Nígería. Þýskaland vann alla leiki sína í riðlakeppninni án þess að fá á sig mark á meðan Nígería endaði í þriðja sæti í sínum riðli og komst þannig áfram.

Klukkan 19:00 mætast síðan Noregur og Ástralía. Noregur hafnaði í öðru sæti í A-riðli á eftir gestgjöfum Frakka. Ástralía endaði í öðru sæti í riðli með Ítalíu, Brasilíu og Jamaíka. Þetta ætti að verða hörkuleikur.

María Þórisdóttir hefur staðið sig vel með Noregi á mótinu. Faðir Maríu er handboltaþjálfarinn Þórir Hergeirsson.

Leikir dagsins:
15:30 Þýskaland - Nígería (RÚV)
19:00 Noregur - Ástralía (RÚV 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner