Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 22. júlí 2018 06:00
Gunnar Logi Gylfason
Tuchel þarf að vera þolinmóður
Thomas Tuchel
Thomas Tuchel
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel er að fara inn í sitt fyrsta tímabil sem knattspyrnustjóri PSG.

Hann mun líklega vera án sinna bestu manna í byrjun móts en hið magnaða sóknarþríeyki sem inniheldur Edison Cavani, Neymar og Kylian Mbappé er í fríi vegna þátttöku á Heimsmeistaramótinu.

„Við erum með ótrúlega sókn," sagði Tuchel.

„Við erum með Neymar, Cavani og Mbappé. Ég hlakka til að vinna með þeim. Því miður þurfum við að vera þolinmóðir því leikmennirnir voru of lengi á Heimsmeistaramótinu," hélt Þjóðverjinn áfram.

„Þeir koma seint og deildin byrjar snemma. Það er ekki eitthvað sem gleður þjálfara," sagði hann svo að lokum.

PSG vann alla titla sem í boði voru heimafyrir og hefur því nóg af titlum að verja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner