Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. júlí 2019 09:18
Arnar Helgi Magnússon
„Trent sannaði sig sem besti hægri bakvörður í heimi"
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold var magnaður með Liverpool á síðustu leiktíð. Liverpool endaði í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og endaði tímabilið á því að vinna Meistaradeild Evrópu.

Andrew Robertson, liðsfélagi Trent, segir að Englendingurinn ungi hafi sannað sig sem besta hægri bakvörð í heimi.

„Hann var algjörlega magnaður frá fyrsta leik tímabilsins. Í síðustu leikjunum steig hann gríðarlega upp og var einn allra besti maður liðsins," segir Robertson.

„Hann sannaði sig sem allra besti hægri bakvörður í heiminum með þessari frammistöðu í lokaleikjum tímabilsins.

Samtals lögðu þeir Trent Alexander og Andrew Robertson upp 29 mörk á síðasta tímabili.

„Það verður erfitt að leika það eftir en að sjálfsögðu stefnum við alltaf á það að gera enn betur."
Athugasemdir
banner
banner