Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mið 22. júlí 2020 22:39
Helgi Fannar Sigurðsson
Igor Bjarni: Ósáttir með framkvæmdina en sáttir með þrjú stig
Igor Bjarni Kostic.
Igor Bjarni Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig vantaði miklu meira frumkvæði frá strákunum og við erum mjög ósáttir með framkvæmdina en að sjálfsögðu mjög sáttir við 3 stig," sagði Igor Bjarni Kostic, þjálfari Hauka, eftir 3-1 sigur á ÍR fyrr í kvöld.

Haukar lentu undir í leiknum en jöfnuðu svo með marki frá Tómasi Leó Ásgeirssyni áður en Jónatan Hróbjartsson, leikmaður ÍR, fékk að líta rauða spjaldið. Manni fleirri tókst Haukum að klára leikinn með mörkum Frá Þórði Jóni Jóhannessyni og Kristófer Dan Þórðarsyni. Igor hefði viljað sjá lið sitt taka leikinn yfir mun fyrr.

„Ég hefði viljað sjá þá taka leikinn yfir strax á 1.mínútu, sem var í raun og veru markmiðið," sagði Igor og bætti við að hans lið hafi verið það sem hafi litið út fyrir að vera manni færri inni á vellinum.

Nú þegar um það bil þriðjungur er búinn af mótinu eru Haukar með 15 stig í 2.sæti deildarinnar. Igor er heilt yfir sáttur með tímabilið.

„Miðað við hvernig leikirnir sem við töpuðum spiluðust væri ég sáttari við að vera með aðeins fleiri stig en við erum allavega á réttri braut."

Nánari útfærslu af viðtalinu við Igor má finna í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner