Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. nóvember 2022 11:25
Elvar Geir Magnússon
Sádi-Arabía sjokkerar Argentínu og er í forystu
Mynd: Getty Images
Það eru ótrúlegir hlutir að gerast í leik Argentínu og Sádi-Arabíu á HM. Sádar skoruðu tvö mörk með skömmu millibili og eru að vinna 2-1 eftir að hafa verið undir í hálfleik.

Sádi-Arabía jafnaði á 49. mínútu með fyrsta skoti sínu í leiknum.

Yahya Al-Shehri skoraði en hann spilar með Al Raed FC í heimalandinu. Hann kom sér framhjá Christian Romero og kláraði virkilega vel framhjá Emi Martínez markverði.

Fimm mínútum síðar skoraði svo Salem Al-Dawsari virkilega fallegt mark. Argentínumenn virkuðu áhugalausir í varnarleiknum á meðan jöfnunarmark Sáda gaf þeim byr undir báða vængi.

Argentínumenn voru fyrir HM taldir eitt sigurstranglegasta lið mótsins og það átti að vera formsatriði fyrir þá að vinna Sádi-Arabíu.

Fylgst er með gangi mála á lokakafla leiksins í beinni textalýsingu hér að neðan
12:07
Argentína 1-2 Sádi Arabía: LEIK LOKIÐ

EIN ÓVÆNTUSTU ÚRSLIT Í SÖGU HM!

Eyða Breyta
12:06
Rúmar þrettán mínútur komnar framyfir.

Eyða Breyta
12:04
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 101. mínúta

Julián Álvarez með skalla en markvörður Sáda grípur boltann.

Eyða Breyta
12:03
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 100. mínúta

Leikurinn er aftur kominn á fulla ferð og Argentínumen sækja. Eru að fá horn.

Eyða Breyta
12:02



Eyða Breyta
12:02
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 99. mínúta

Leikurinn enn stopp. Clinton Morrison að tala um það á BBC að hann telji Messi alls ekki vera 100% miðað við hvernig hann hefur spilað í dag.

Eyða Breyta
12:01
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 98. mínúta

Þetta mun enda í einhverjum 15 mínútum í uppbótartíma. Leikurinn er enn stopp.

Eyða Breyta
12:00
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 97. mínúta

Úff leikurinn stopp eftir að Yasir Al Shahran fékk roooosalegt höfuðhögg. Fékk hnéð á Emi Martínez markverði Argentínu í sig og liggur eftir.

Hrikalegt.

Eyða Breyta
11:59
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 95. mínúta

STÓRHÆTTA í teig Sáda!! Markvörður Sáda í brasi og Messi er í teignum en nær ekki að skjóta!

Eyða Breyta
11:57


Eyða Breyta
11:56
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 93. mínúta

Sádarnir eru að fá horn og ná mikilvægum mínútum af klukkunni!

Eyða Breyta
11:55
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 90. mínúta

Átta mínútur í uppbótartíma

Argentína er í þriðja sæti heimslistans, Sádi Arabía í 51. sæti. Ótrúlegt.

Eyða Breyta
11:52
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 89. mínúta

Sádarnir að gera skiptingar. Gunni Birgis sem lýsir leiknum á RÚV spáir 10 mínútum í uppbótartíma.

Eyða Breyta
11:51
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 88. mínúta

Argentínumenn hafa verið hrikalega slakir í seinni hálfleiknum. Sádarnir varist vel.

Eyða Breyta
11:50
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 87. mínúta

Leikmaður Sáda liggur á vellinum. Dómarinn slóvenski gefur merki um að hann sé búinn að stoppa klukkuna. Það verður vænn uppbótartími eins og á fleiri leikjum mótsins,

Eyða Breyta
11:47
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 84. mínúta

Lionel Messi með skalla en boltinn beint á markvörð Sáda sem hefur verið gríðarlega öruggur í öllum sínum aðgerðum.

Eyða Breyta
11:46
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 83. mínúta

Marktilraunir: 12-3

Eyða Breyta
11:44
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 81. mínúta

Argentína fékk aukaspyrnu á vænlegum stað en Messi með hrikalega slaka spyrnu hátt yfir markið.

Eyða Breyta
11:42


Eyða Breyta
11:41
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 79. mínúta

Salem Al-Dawsari sem skoraði seinna mark Sáda tekinn af velli. Varnarmaður sem kemur inn. Það er verið að pakka enn frekar.

Eyða Breyta
11:40
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 78. mínúta

Það er alvöru HM andi á vellinum. Stemningin góð. Fjölmargir stuðningsmenn Sáda sem eru mættir yfir landamærin.



Eyða Breyta
11:39
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 76. mínúta

Argentínumenn fá sína sjöttu hornspyrnu. Skalli frá Lisandro Martínez hátt yfir.

Eyða Breyta
11:37
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 75. mínúta

Leikmaður Sádi-Arabíu fær gult spjald.

Eyða Breyta
11:36


Eyða Breyta
11:35
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 73. mínúta

Di Maria með máttlaust skot sem er auðveldlega varið.

Eyða Breyta
11:34
Argentína 1-2 Sádi Arabía: 72. mínúta

Þjálfari Argentínu er búinn að setja inn fjóra varamenn eftir að Sádarnir tóku forystu. Lisandro Martinez, Enzo Jeremias Fernandez, Julian Alvarez og Marcos Acuna hafa allir komið inn.

Eyða Breyta
11:31
Við fylgjumst með lokakafla leiksins í beinni textalýsingu.

Argentína 1-2 Sádi Arabía: 69. mínúta - Pressan er að aukast hjá Argentínu en betur má ef duga skal.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner