Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. október 2018 17:30
Elvar Geir Magnússon
Stytta reist af Iniesta
Goðsögn.
Goðsögn.
Mynd: Getty Images
Ákveðið hefur verið að reisa styttu af fótboltagoðsögninni Andrés Iniesta í Albacete á Spáni.

Iniesta er frá Albacete en hann skoraði sigurmark Spánar í úrslitaleik HM 2010.

Þá vann hann spænsku deildina níu sinnum með Barcelona og Meistaradeildina fjórum sinnum.

„Andrés stendur fyrir allt sem Albacete vill standa fyrir. Hann er vinnusamur og góðhjartaður," sagði sýslustjórinn í Albacete þegar tilkynnt var um styttuna.

Líklegt er að styttan muni rísa í Abelardo Sanchez garðinum árið 2020.

Iniesta er 34 ára en hann spilar í dag fyrir Vissel Kobe í Japan.
Athugasemdir
banner
banner
banner