Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. maí 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Spilað upp á sæti í úrvalsdeildinni
Leikurinn hefst 14:00
Terry og Lampard mætast. Terry er aðstoðarstjóri Aston Villa og Lampard er stjóri Derby.
Terry og Lampard mætast. Terry er aðstoðarstjóri Aston Villa og Lampard er stjóri Derby.
Mynd: Getty Images
Það ræðst í dag hvaða lið fer upp í ensku úrvalsdeildina með Norwich og Sheffield United.

Það verður annað hvort Aston Villa eða Derby. Þessi lið mætast í úrslitaleik umspilsins á Wembley klukkan 14:00 í dag.

Ástæðan fyrir því að leikurinn er klukkan 14:00 er sú að það er frídagur í Englandi í dag. Nánar má lesa um þennan frídag hérna

Það má búast við frábærum fótboltaleik í dag. Aston Villa er risastórt félag í Englandi en liðið lék siðast í ensku úrvalsdeildinni 2016. Derby lék síðast í ensku úrvalsdeildinni 2008. Er það lið jafnan talið það versta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það lið náði aðeins í 11 stig.

mánudagur 27. maí
14:00 Aston Villa - Derby County (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner