Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. nóvember 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Moyes líklegur til Everton eða West Ham
Klár í bátana.
Klár í bátana.
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því í dag að David Moyes sé líklegur til að taka við sem stjóri Everton eða West Ham.

Bæði Everton og West Ham hafa átt í miklum vandræðum að undanförnu en þau sitja í 16 og 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Marco Silva, stjóri Everton, heldur starfinu að minnsta kosti fram yfir leik liðsins gegn Leicester um helgina og sömu sögu er að segja af Manuel Pellegrini hjá West Ham en liðið mætir Chelsea á laugardag.

Ef félögin ákveða hins vegar að skipta um stjóra þá þykir Moyes líklegur til að taka við.

Hinn 56 ára gamli Moyes þekkir til hjá báðum félögum en hann stýrði Everton frá 2002 til 2013 og West Ham tímabilið 2017/2018.
Athugasemdir
banner