Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. apríl 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki búinn að gefa feril Sanchez hjá United upp á bátinn
Alexis Sanchez var sendur á láni til Inter síðasta sumar.
Alexis Sanchez var sendur á láni til Inter síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
Juan Antonio Pizzi, fyrrum landsliðsþjálfari Síle, er á þeirri skoðun að Alexis Sanchez, leikmaður sem hann þekkir úr landsliði Síle, geti enn náð árangri Manchester United.

Það var mikil tilhlökkun í stuðningsmönnum Manchester United þegar Sanchez kom til félagsins í janúarglugganum 2018. Hann kom frá Arsenal í skiptidíl fyrir Henrikh Mkhitaryan. Núna rúmum tveimur árum seinna verður þessi skiptidíll að teljast einni sá versti sinnar tegundar í fótboltasögunni.

Sanchez skoraði aðeins þrjú mörk í 32 úrvalsdeildarleikjum fyrir Manchester United áður en hann var sendur á láni til ítalska félagsins Inter síðasta sumar.

Meiðsli hafa strítt Sanchez hjá Inter, en Pizzi hefur trú á því að Sílemaðurinn geti gert það gott hjá Rauðu djöflunum í Manchester eftir lánsdvölina. „Alexis var á fullkomnum stað hjá Arsenal og skyndilega breytir hann um borg, þjálfara, liðsfélaga og stuðningsmenn. Stundum tekur það langan tíma að aðlagast," sagði Pizzi við The Guardian.

„Ég veit ekki hver örlög hans verða, en ég held að þessi reynsla á Ítalíu muni gera honum gott. Ég er viss um að ef hann finnur ró í sinn leik að þá verði hann mikilvægur fyrir United."

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, sagði fyrr á þessu ári að Sanchez myndi fá annað tækifæri á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner