Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. júlí 2020 18:59
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Sigrar hjá Kristianstad og Djurgarden
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Svava Rós Guðmundsdóttir var í byrjunarliði Kristianstad í 3-1 sigri gegn Piteå í efstu deild sænska boltans í dag.

Svava hefur verið öflug á upphafi tímabils og er komin með fjögur mörk í sjö leikjum.

Hún spilaði fyrstu 77 mínúturnar í dag og var tekin af velli í stöðunni 3-1 þegar Kristianstad var ellefu leikmenn gegn tíu.

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad sem er komið á fleygiferð eftir slæma byrjun á tímabilinu. Liðið er komið með ellefu stig eftir sjö umferðir og er aðeins fimm stigum frá toppliði Gautaborgar, sem á leik til góða.

Kristianstad 3 - 1 Piteå
0-1 F. Da Silva ('12)
1-1 A. Nilsson ('14)
2-1 A. Edgren ('56)
3-1 J. Ramtala ('59)
Rautt spjald: N. Jakobsson, Piteå ('64)

Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Djurgården sem lagði Eskilstuna United að velli.

Sheila van den Bulk gerði bæði mörk Djurgården í verðskulduðum sigri. Guðrún og stöllur eru um miðja deild, með átta stig eftir sjö umferðir.

Anna Rakel Pétursdóttir spilaði þá fyrstu 55 mínúturnar er Uppsala tapaði fyrir Vittsjö.

Clara Markstedt setti þrennu fyrir Vittsjö sem vann sinn fyrsta leik á deildartímabilinu. Uppsala er aðeins með sjö stig eftir tapið.

Djurgården 2 - 1 Eskilstuna
1-0 S. van den Bulk ('45)
2-0 S. van den Bulk ('71, víti)
2-1 K. Collin ('78)

Vittsjö 4 - 2 Uppsala
1-0 E. Wieder ('37)
2-0 C. Markstedt ('39)
2-1 C. Korhonen ('77)
3-1 C. Markstedt ('80)
3-2 N. Odelberg-Modin ('82)
4-2 C. Markstedt ('91)
Athugasemdir
banner