Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. nóvember 2022 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KSÍ 
UEFA búið að stofna vinnuhóp eftir erindi Vöndu
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Vanda Sigurgeirsdóttir flutti erindi á fundi formanna og framkvæmdastjóra knattspyrnusambanda innan UEFA þann 8. október. Viðfangsefnið var fjölgun kvenna í nefndum og stjórn UEFA.


Vanda fékk mikið lof fyrir flutninginn og hefur UEFA í kjölfarið ákveðið að stofna vinnuhóp til að kafa ofan í málefnið. Vanda er sjálf hluti af vinnuhópnum sem samanstendur af þremur konum og fimm körlum.

Í 19 nefndum á vegum UEFA eru samtals 394 nefndarmenn og aðeins 52 þeirra (13%) eru konur, og þar af sitja 18 af þessum 52 í sérstakri nefnd UEFA um kvennaknattspyrnu.

Þegar horft er til fjölda kvenna í nefndum og stjórn stendur UEFA verst að vígi en FIFA gengur ekki mikið betur þar sem aðeins 19% nefndarsæta þar eru skipuð af konum.

Þessar tölur standast ekki samanburð við Alþjóða Ólympíusambandið eða KSÍ þar sem um helmingur nefndarmeðlima eru konur.

KSÍ hefur með átaki náð að fjölga konum á ársþingi síðastliðin þrjú ár. Á síðasta ársþingi KSÍ sem haldið var 26. febrúar 2022 voru 20% þingfulltrúa, eða 30 af 149 þingfulltrúum, konur. Aldrei fyrr hafa jafn margar konur verið þingfulltrúar.


Athugasemdir
banner