Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 31. október 2020 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Nathaniel Phillips: Hefur dreymt þetta frá æsku
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Nathaniel Phillips átti frábæra frumraun fyrir Englandsmeistara Liverpool er þeir lögðu West Ham að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Phillips var við hlið Joe Gomez í hjarta varnarinnar þar sem Virgil van Dijk, Joel Matip og Fabinho voru allir utan hóps vegna meiðsla. Hann átti frábæran leik og var valinn maður leiksins af Sky Sports.

„Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt frá æsku. Það var risastórt fyrir mig og alla fjölskylduna að fá þetta tækifæri. Ég er ótrúlega ánægður og enn ánægðari með úrslitin," sagði Phillips.

„Ég virkilega naut þess að spila þennan leik. Það var mikið um baráttu og háa bolta sem hentar mér mjög vel því það er mín sterkasta hlið.

„Þetta er búið að vera skrýtið því ég var næstum farinn frá félaginu í sumar. Það var mikill áhugi á mér og ég var orðinn spenntur fyrir því að koma ferlinum af stað. Það varð þó ekkert úr því að lokum og ég er mjög ánægður með það í dag."


Phillips var lánaður til Stuttgart á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að komast aftur upp í efstu deild. Hann spilaði 19 deildarleiki fyrir Stuttgart en tókst ekki að ná í fast byrjunarliðssæti.

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir 7 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner