Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. nóvember 2018 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Cahill orðaður við AC Milan
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið AC Milan er í meiðslavandræðum í miðvarðarstöðunni. Alessio Romagnoli, Mateo Musacchio og Mattia Caldara eru allir frá vegna meiðsla í augnablikinu.

Það er mat ítalskra fjölmiðla að Milan ætli sér að fá miðvörð í janúarglugganum.

Samkvæmt Corriere dello Sport er Gary Cahill, varnarmaður Chelsea, sá leikmaður sem Milan vill fá.

Cahill er 32 ára gamall og er lítið að spila með Chelsea þessa stundina. Talið er að Chelsea sé tilbúið að lána Cahill í janúar.

Eric Bailly, varnarmaður Manchester United, hefur líka verið orðaður við Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner