Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. desember 2018 22:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Knattspyrnustjóri gæti ekki verið stoltari
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
„Vá, þvílíkur leikur," voru fyrstu orð Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, eftir 1-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í kvöld. Liverpool er komið í 16-liða úrslit keppninnar.

„Ég er ekki viss um að knattspyrnustjóri gæti verið stoltari af liðinu sínu en ég er núna. Það eina jákvæða við fyrri leikinn sem við spiluðum við Napoli er að það voru ljótu frændur okkar, það voru ekki við. Í dag fengum við tækifæri til að sýna meira en við gerðum á Ítalíu og strákarnir spiluðu stórkostlegan leik."

Liverpool fékk urmul af færum og hefði átt að vinna með stærri mun. Napoli fékk dauðafæri til að jafna undir lokin en Alisson varði frábærlega í marki Liverpool. Ef Napoli hefði skorað þá væri Liverpool á leið í Evrópudeildina.

„Mo Salah skoraði ótrúlegt mark og ég er ekki viss hvernig Alisson náði að verja svona, þetta var magnað. Við hefðum getað skorað fleiri en síðasta færið sem Sadio Mane fékk hefði breytt engu fyrir stöðu okkar."

„UEFA hélt örugglega að keppnin gæti haldið áfram án Liverpool, en ekki strax. Í kvöld áttum við skilið að vinna."
Athugasemdir
banner
banner
banner