Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mið 24. apríl 2024 22:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breki Þór til Njarðvíkur (Staðfest)
Lengjudeildin
Breki eftir leik með ÍA í fyrra.
Breki eftir leik með ÍA í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík hefur fengið Breka Þór Hermannsson frá ÍA að láni út tímabilið.

Breki er 21 árs Grundfirðingur sem gekk í raðir ÍA fyrir tímabilið 2020. Á síðasta tímabili kom hann við sögu í sextán leikjum með ÍA í Lengjudeildinni og skoraði tvö mörk. Hann kom við sögu í fimm leikjum með ÍA í Bestu sumarið 2022.

Í vetur kom hann svo við sögu í fjórum leikjum í Lengjubikarnum en var ekki í hópnum hjá ÍA í fyrstu þremur leikjunum í Bestu deildinni og er nú kominn með leikheimild með Njarðvík.

Njarðvík hefur leik í Lengjudeildinni eftir rúma viku þegar liðið heimsækir Leikni í Breiðholtið.

Breki er hávaxinn leikmaður, með frábæran hægri fót og getur bæði spilað á kantinum og sem sóknarsinnaður miðjumaður.

Hann skoraði annað af mörkum hans síðasta sumar kom í 2-4 útisigri ÍA í Njarðvík.


Athugasemdir
banner
banner