Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. júlí 2019 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Charlie Adam semur við Reading (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Skoski miðjumaðurinn Charlie Adam er genginn í raðir Reading.

Adam er hvað þekktastur fyrir tíð sína hjá Blackpool þar sem hann skaust fyrst upp á sjónarsviðið hjá hinum hefðbundna knattspyrnuaðdáanda og svo í kjölfarið tíma sinn hjá Liverpool þar sem hann vann enska deildabikarinn með félaginu.

Næsta skref var svo að ganga í raðir Stoke þar sem hann var á samning í sjö ár í heildina. Hjá Stoke skoraði hann gegn Man Utd, Tottenham, Liverpool, Leicester og magnað mark gegn Chelsea þegar hann skoraði fyrir aftan miðju gegn Thibaut Courtois.

Þá á Adam 26 landsleiki fyrir Skotland.


Athugasemdir
banner
banner