Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. september 2018 18:00
Magnús Már Einarsson
Puel íhugar að hvíla Maguire
Harry hefur fengið lítið frí.
Harry hefur fengið lítið frí.
Mynd: Getty Images
Claude Puel, stjóri Leicester, er að íhuga að hvíla miðvörðinn Harry Maguire í leiknum gegn Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Hinn 25 ára gamli Maguire var í eldlínunni á HM í sumar og hefur nú samtals spilað 63 leiki frá byrjun síðasta tímabils.

„Harry hefur spilað marga leiki og við munum skoða þetta," sagði Puel.

„Eftir að hafa tekið þátt í keppni eins og HM er erfitt að koma til baka með góða einbeitingu og vera ferskur og einbeittur. Það er algengt."

„Ef ég hvíli hann í þessum leik og við töpum þá veit ég að ég verð gagnrýndur."

Athugasemdir
banner
banner
banner