Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. júlí 2018 14:51
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Ísbjörninn sneri stöðunni við í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Ísbjörninn 3 - 2 Afríka
0-1 Mohamad Samit ('32)
0-2 Mohamad Samit ('45)
1-2 Baba Bangoura ('67)
2-2 Vilson Siveja ('91, sjálfsmark)
3-2 Styrmir Svavarsson ('93)

Ísbjörninn hafði betur gegn Afríku í dramatískum botnslag C-riðils 4. deildar.

Mohamad Samit kom Afríku yfir eftir rétt rúman hálftíma og tvöfaldaði forystu gestanna skömmu fyrir leikhlé.

Ísbjörninn minnkaði muninn í síðari hálfleik og virtist Afríka vera að sigla sigrinum í höfn þegar Vilson Siveja gerðist svo óheppinn að setja knöttinn í eigið net.

Heimamenn voru þó ekki hættir því Styrmir Svavarsson náði að pota inn ótrúlega dramatísku marki rétt fyrir lokaflautið á 93. mínútu.

Þetta er fyrsti sigur Ísbjarnarins á tímabilinu, liðið er með fimm stig eftir tíu umferðir. Afríka er stigi ofar.
Athugasemdir
banner
banner