Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. ágúst 2018 11:00
Elvar Geir Magnússon
KSÍ styður Ceferin sem forseta UEFA áfram
KSÍ styður Ceferin.
KSÍ styður Ceferin.
Mynd: Getty Images
Fulltrúar knattspyrnusambanda Norðurlandanna sex hittust síðastliðna helgi í Helsinki í Finnlandi, en um var að ræða árlegan Norðurlandafund.

Á fundinum ákváðu knattspyrnusamböndin, samkvæmt tillögu formanna og í samráði við stjórnir þeirra, að styðja framboð hins slóvenska Aleksander Ceferin til áframhaldandi setu sem forseti UEFA.

Stuðningsyfirlýsingar fyrir framboði Ceferin munu verða sendar UEFA af hverju knattspyrnusambandi fyrir sig en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Forsetakosningar UEFA fara fram á 43. þingi sambandsins í Róm, Ítalíu, þann 7. febrúar 2019.
Athugasemdir
banner