Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. ágúst 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Dalvík/Reynir nálægt titlinum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það eru þrír leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag þar sem ÍR mætir Haukum í fyrsta leik dagsins.

Liðin mætast í Inkasso-deild kvenna þar sem aðeins fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu.

Þá getur Dalvík/Reynir svo gott sem tryggt sér 3. deildartitilinn með sigri gegn Einherja. Dalvíkingar eru með sex stiga forystu á næsta liði, en leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir Einherja sem er í harðri baráttu um annað sætið - níu stigum eftir Dalvík/Reyni.

Kóngarnir taka þá á móti Afríku í botnslag C-riðils 4. deildarinnar.

Leikir dagsins:
Inkasso deild kvenna
18:00 ÍR-Haukar (Hertz völlurinn)

3. deild karla
18:30 Dalvík/Reynir-Einherji (Dalvíkurvöllur)

4. deild karla - C-riðill
18:30 Kóngarnir-Afríka (Þróttarvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner