
Lestu um leikinn: Keflavík 2 - 2 Þór
„Þeir voru hættilegir á breikinu og við ætluðum að stilla það af en svo byrjar seinni hálfleikur og hann byrjar þannig eins og þetta sé að fara vera eitthvað jafnt og við skorum og þá finnst mér þeir bara taka yfir og mér fannst við bregðast ílla við því og vorum að verja teiginn okkar ílla. Tvö mörk úr föstum leikatriðum sem er náttúrulega bara hræódýrt og mjög lélegt hjá okkur hvernig við stóðum af okkur föstu leikatriðin í dag og það var ekki líkt okkur."
„Þegar þeir fá hornið þá held ég að þeir hafi ekki verið búnir að snerta boltann í einhverjar tíu mínútur og við bara stjórnuðum leiknum frá A-Ö og svo skora þeir og við bara höldum því áfram, við erum miklu betra liðið hérna í fyrri hálfleik en náðum ekki að fylgja því eftir í seinni og síðasti hálftíminn hjá okkur er bara ekki góður og þeir bara töluvert betri."
„Svo fá þeir þetta hræódýra,skrítna og fáránlega víti sem þeir fá hérna í uppbótartíma og það var sætt að sjá hann bara renna í því og þetta endi 2-2 og bara fínt stig, við tökum það og höldum áfram."
Clement Bayiha og Christian Jakobsen fóru báðir meiddir út en Siggi segir að það sé mjög lítið ,,Þeir verða klárir í næsta leik."