
Stjarnan tapaði í kvöld 2-1 gegn Víking á Heimavelli Hamingjunnar
Spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar „Heilt yfir fannst mér okkar spilamennska undir pari, við eigum inni, við getum betur en þetta.“
„Vantar upp á síðasta þriðjung, mikið af feil sendingum, kannski sést svolítið að við erum að koma úr langri pásu. Mér fannst bara gæðin í því sem við vorum að gera, ekki okkar standard, við eigum að geta gert betur."
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 Stjarnan
„Við vorum aðeins að ströggla í að finna leiðir og rétta möguleika þar, engu að síður ágætis seigla í þessu, við komum til baka minnkum í 2-1 og setjum pressu og leitum að jöfnunarmarkinu. Þannig heilt yfir var þetta 90 mínútna hörku fótboltaleikur en tilfinningin er sú að við eigum inni.
Bekkurinn var ansi þunnskipaður hjá Stjörnunni í kvöld aðspurður hvort ætlunin væri að styrkja liðið eitthvað í glugganum svaraði Jóhannes „Það er ennþá bara opið, en ástæðan fyrir þunnskipuðum bekk í dag er fyrst og fremst meiðsli og veikindi.“
„Birna og Hrefna eru hreinlega lasnar og gátu ekki verið með og Jessica og Úlfa báðar meiddar og styttist í að þær komi til baka, þannig að það er vonandi stutt í þessa leikmenn.“
Næsti leikur Stjörnunar verður á heimavelli þeirra, Samsungvellinum 7. ágúst nk. gegn Tindastól
„Það er bara hörkuleikur gegn Tindastól. Þær eru komnar upp fyrir okkur í deildinni þannig að, þetta er bara, við þekkjum það að spila við Tindastól, það er alltaf bara 90 mínútna stríð og verður bara skemmtilegt verkefni.“
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.