Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   lau 26. júlí 2025 00:25
Alexander Tonini
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrafn Tómasson lánsmaður frá KR spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu í kvöld. Það vill svo skemmtilega til að hann var númer 24 á leikskýrslu KSÍ en spilaði sem númer 7, en hvað fannst Venna um frammistöðu hans hér í kvöld:

„Hann var frábær eins og við þekkum hann eða ég þekki hann. Hann er alltaf tilbúinn að fá boltann og vel spilandi. Við tókum smá áhættu því að hann er ekki varnarsinnaður miðjumaður í raun og veru. Hann hugsar mikið um sóknirnar og sendingar, en ef hann gerir það vel þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af vörninni"


Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Þróttur R.

Það var öllum ljóst sem mættu til Grindavíkur í kvöld hvað grasið leit virkilega vel út og hafði Venni þetta að segja um ástand vallarins:

„Má ég segja þvílíkur völlur, þetta var eins og að spila einhvers staðar erlendis. Ótrúlegt veður hérna í Grindavík, ég hef bara ekki upplifað þetta. Það voru kjör aðstæður fyrir menn eins og Hrafn Tómasson hér í dag"

Eins og kunnugt er fyrir þeim sem fylgjast með Bestu deildinni þá hafa KRingar þurft að spila og æfa á Avis vellinum í sumar á meðan þeirra heimavöllur í vesturbænum hefur legið undir framkvæmdum og töfum. En truflar þetta Venna?

„Það hefur ekkert truflað mig ekki neitt. Þeir hafa meira að segja æft þarna líka inn á milli. Aldrei rekist neitt á, ég held að við höfum verið góðir gestgjafar og þeir góðir gestir"

Einn besti leikmaður liðsins Kári Kristjánsson var fjarri góðu gamni í kvöld þar sem hann er staddur í Danmörku og æfir með danska liðinu Hobro. En hefur Kári spilað sinn síðasta leik fyrir Þrótt í bili?

„Ég get eiginlega ekki svarað því, það er óráðið. Hann kemur held ég aftur á morgun, það er ekki alveg ákveðið hvernig hans nánasta framtíð verður. Ég bind vonir við að hann klári tímabilið með okkur og haldi svo áfram á önnur mið. Ef að Danirnir eru klókir ættu þeir að hneppa hann strax í sitt lið""

Athugasemdir
banner
banner
banner