Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   fös 25. júlí 2025 23:30
Stefán Marteinn Ólafsson
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Lengjudeildin
Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR
Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍR tók á móti Njarðvík í toppslag Lengjudeildarinnar á AutoCenter vellinum í kvöld.

Njarðvíkingar komust yfir í fyrri hálfleik en ÍR snéru leiknum sér í hag í síðari hálfleik en urðu þó að láta stigið duga eftir að Njarðvík jafnaði svo leikinn aftur alveg í lokin.


Lestu um leikinn: ÍR 2 -  2 Njarðvík

„Svekktir að hafa ekki náð að sigla þessu heim" sagði Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR eftir leikinn í kvöld.

„Fyrri hálfleikurinn er ekki góður af okkur hálfu. Seinni hálfleikurinn mjög góður og við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati" 

„Mér fannst við í seinni hálfleiknum vera að ná að komast afturfyrir þá og koma boltanum upp kanntana og fyrir með hann. Mörkin voru nátturlega bæði þannig í rauninni" 

„Taktísk skák og allt það en mér fannst samt fyrri hálfleikurinn við vera svolítið ólíkir sjálfum okkur. Mér fannst við kannski full 'tens' og ekki alveg að spila leikinn heldur láta mómentið kannski aðeins fara með sig" 

Völlurinn var vel blautur eftir mikla rigningu í kvöld og mátti sjá það á liðunum að þau áttu stundum í stökustu vandræðum með aðstæður. 

„Þetta var bara geggjað, grasleikur, blautt og bara æðislega gaman. Maður sá það samt að menn voru í smá basli með að stjórna boltanum. Boltinn skýst svo af grasinu í aukaspyrnunni en það er bara eins og það er. Það þarf að spila við allar aðstæður" 

Nánar er rætt við Jóhann Birni Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 14 8 5 1 26 - 12 +14 29
2.    Njarðvík 14 7 7 0 33 - 14 +19 28
3.    HK 14 8 3 3 26 - 15 +11 27
4.    Þróttur R. 14 7 4 3 26 - 22 +4 25
5.    Þór 14 7 3 4 32 - 22 +10 24
6.    Keflavík 14 6 4 4 32 - 24 +8 22
7.    Völsungur 13 4 2 7 20 - 30 -10 14
8.    Grindavík 14 4 2 8 29 - 40 -11 14
9.    Selfoss 13 4 1 8 15 - 25 -10 13
10.    Fylkir 14 2 5 7 19 - 24 -5 11
11.    Fjölnir 14 2 4 8 21 - 35 -14 10
12.    Leiknir R. 14 2 4 8 13 - 29 -16 10
Athugasemdir
banner