
ÍR tók á móti Njarðvík í toppslag Lengjudeildarinnar á AutoCenter vellinum í kvöld.
Njarðvíkingar komust yfir í fyrri hálfleik en ÍR snéru leiknum sér í hag í síðari hálfleik en urðu þó að láta stigið duga eftir að Njarðvík jafnaði svo leikinn aftur alveg í lokin.
Lestu um leikinn: ÍR 2 - 2 Njarðvík
„Svekktir að hafa ekki náð að sigla þessu heim" sagði Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR eftir leikinn í kvöld.
„Fyrri hálfleikurinn er ekki góður af okkur hálfu. Seinni hálfleikurinn mjög góður og við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati"
„Mér fannst við í seinni hálfleiknum vera að ná að komast afturfyrir þá og koma boltanum upp kanntana og fyrir með hann. Mörkin voru nátturlega bæði þannig í rauninni"
„Taktísk skák og allt það en mér fannst samt fyrri hálfleikurinn við vera svolítið ólíkir sjálfum okkur. Mér fannst við kannski full 'tens' og ekki alveg að spila leikinn heldur láta mómentið kannski aðeins fara með sig"
Völlurinn var vel blautur eftir mikla rigningu í kvöld og mátti sjá það á liðunum að þau áttu stundum í stökustu vandræðum með aðstæður.
„Þetta var bara geggjað, grasleikur, blautt og bara æðislega gaman. Maður sá það samt að menn voru í smá basli með að stjórna boltanum. Boltinn skýst svo af grasinu í aukaspyrnunni en það er bara eins og það er. Það þarf að spila við allar aðstæður"
Nánar er rætt við Jóhann Birni Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 14 | 8 | 5 | 1 | 26 - 12 | +14 | 29 |
2. Njarðvík | 14 | 7 | 7 | 0 | 33 - 14 | +19 | 28 |
3. HK | 14 | 8 | 3 | 3 | 26 - 15 | +11 | 27 |
4. Þróttur R. | 14 | 7 | 4 | 3 | 26 - 22 | +4 | 25 |
5. Þór | 14 | 7 | 3 | 4 | 32 - 22 | +10 | 24 |
6. Keflavík | 14 | 6 | 4 | 4 | 32 - 24 | +8 | 22 |
7. Völsungur | 13 | 4 | 2 | 7 | 20 - 30 | -10 | 14 |
8. Grindavík | 14 | 4 | 2 | 8 | 29 - 40 | -11 | 14 |
9. Selfoss | 13 | 4 | 1 | 8 | 15 - 25 | -10 | 13 |
10. Fylkir | 14 | 2 | 5 | 7 | 19 - 24 | -5 | 11 |
11. Fjölnir | 14 | 2 | 4 | 8 | 21 - 35 | -14 | 10 |
12. Leiknir R. | 14 | 2 | 4 | 8 | 13 - 29 | -16 | 10 |