
„Tilfinningin er ekki góð, ekki ósvipuð síðasta föstudag þegar við töpuðum fyrir Njarðvík. Komnir í 3-1 og fáum helling af sjensum til þess að klára leikinn endalega" sagði Arnar Grétars eftir jafnteflið við Fjölni.
Arnar var ekki ánægður með liðið sitt eftir að þeir skoruðu þriðja markið sitt.
„Mér fannst seinni hálfleikur fram að 3-1 markinu, þá fannst mér við ekki vera góðir, halda illa í boltann og ekki góður bragur á okkur. Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik".
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 3 Fjölnir
„Heilt yfir svolítið ódýr mörk sem við vorum að fá á okkur, fannst mér. En þetta er smá brekka fyrir okkur og við verðum að vinna okkur út úr því, það er ekkert annað í stöðunni".
Arnar sagði að það eru alveg jákvæðir punktar líka
„Það sem hefur verið að við erum að koma okkur í helling af góðum stöðum í leikjum, en það hefur vantað endahnútinn, síðustu sendingu og réttu ákvörðunina. En það er eitthvað sem við verðum að vinna í og meiri klókindi þegar við erum að koma á síðasta þriðjung og meiri gæði og betri ákvarðanatöku. Það er eitthvað sem við erum að fókusa á því að þetta er búið að vera gegnumgangandi hjá Fylki í sumar".