Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild kvenna: Selfoss með fullt hús stiga fyrir úrslitakeppnina
Kvenaboltinn
Brynja Líf Jónsdóttir
Brynja Líf Jónsdóttir
Mynd: Selfoss
Völsungur 0 - 1 Selfoss
0-1 Brynja Líf Jónsdóttir ('84 )

Selfoss spilaði sinn síðasta leik í deildinni fyrir úrslitakeppnina í gær þegar liðið heimsótti Völsung á Húsavík þar sem Mærudagar eru í fullum gangi.

Tímabilið hjá Selfossi hefur verið alveg ótrúlegt þar sem liðið hefur unnið alla ellefu leikina sína. Brynja Líf Jónsdóttir var hetja liðsins í gær þar sem hún skoraði eina markið undir lok leiksins.

Völsungur er í 3. sæti og hefur tapað þremur leikjum í röð. Fyrir það hafði liðið unnið fyrstu sjö leiki sína.

Það er ljóst að bæði liðin munu spila í A-úrslitum en Völsungur á enn eftir að spila einn leik gegn Fjölni í deildakeppninni. Fjölnir er í 4. sæti, stigi á eftir Völsungi.
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 11 11 0 0 46 - 7 +39 33
2.    ÍH 10 8 1 1 53 - 14 +39 25
3.    Völsungur 10 7 0 3 40 - 19 +21 21
4.    Fjölnir 10 6 2 2 26 - 17 +9 20
5.    Álftanes 10 4 1 5 24 - 25 -1 13
6.    Vestri 10 4 1 5 19 - 28 -9 13
7.    Sindri 11 3 3 5 20 - 23 -3 12
8.    Dalvík/Reynir 10 3 2 5 21 - 21 0 11
9.    KÞ 10 3 2 5 15 - 30 -15 11
10.    ÍR 10 2 2 6 16 - 26 -10 8
11.    Einherji 10 2 2 6 16 - 33 -17 8
12.    Smári 10 0 0 10 1 - 54 -53 0
Athugasemdir
banner