Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   fös 25. júlí 2025 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
Lengjudeildin
Hermann Hreiðarsson þjálfari HK
Hermann Hreiðarsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK komst aftur á sigurbraut í Lengjudeild karla er liðið bara 1-0 sigurorð af liði Leiknis í Kórnum. Sigurinn færir lið HK enn nær toppliðum deildarinnar ÍR og Njarðvík sem gerðu 2-2 jafntefli í innbyrðis leik í kvöld. Hermann Hreiðarsson þjálfari HK var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: HK 1 -  0 Leiknir R.

„Í fyrri hálfleiknum vorum við ógnarsterkir, þá fáum við töluvert af færum og stýrum leiknum. Það var því kannski klaufagangur hjá okkur að vera ekki búnir að bæta aðeins í þetta.“

Lið HK er líkt og fyrr segir að koma til baka eftir tap gegn liði Þórs í síðustu umferð.

„Frammistaðan í síðasta leik var líka góð og við fengum færi þar líka í fyrri hálfleik til að koma okkur í góða stöðu. Við höldum bara áfram, við erum með frammistöðu viku eftir viku og maður verður bara að hrósa liðinu. Það hefur sett viðmiðið hátt og við höldum því. “

Lið Leiknis náði á köflum að þrýsta lið HK djúpt á völlinn án þess þó að skapa sér nein afgerandi færi sem kalla má. Hvernig leið Hemma sem er annálaður rólyndismaður á þeim augnablikum? Púlsinn eitthvað farinn að hækka?

„Nei nei, þetta var alveg silki. Nema kannski í einhverjum þremur til fjórum atriðum. Okkur leið allt í lagi í þeirri stöðu því við vorum að fá miklu betri færi. Fá þessi dauðafæri en við hefðum þurft að nýta þau.“

Fréttaritari nýtti tækifærið og spurði Hermann sem eins og alþjóð veit er úr Vestmannaeyjum hvort að hann hefði skipulagt hópferð með liðið á Þjóðhátíð sem senn fer í hönd,

„Nei við ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð“
Sagði Hermann kíminn en bætti síðan við.
„Það eru örugglega einhverjir sem ætla að fara en eins og allir aðrir gerum við bara eitthvað skemmtilegt um verslunarmannahelgina.“

Sagði Hermann en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner