Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   fös 25. júlí 2025 20:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Shaina skoraði í sigri Víkings - FH lagði Fram
Kvenaboltinn
Shaina Ashouri
Shaina Ashouri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maya Lauren Hansen
Maya Lauren Hansen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur fékk Stjörnuna í heimsókn í botnbaráttuslag í Bestu deild kvenna í kvöld.

Shaina Ashouri er komin aftur í Víking og hún stimplaði sig vel inn í kvöld. Hún kom liðinu yfir snemma leiks þegar hún skoraði laglegt mark.

Dagný Rún Pétursdóttir bætti öðru marki Víkings við undir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Lindu Líf Boama.

Seint í seinni hálfleik fékk Stjarnan vítaspyrnu þegar brotið var á Gyðu Kristínu Gunnarsdóttur. Hún steig sjálf á punktinn og skoraði og minnkaði þar með muninn.

Linda Líf gat innsiglað sigurinn í blálokin en Vera Varis varði glæsilega frá henni. Það kom ekki að sök fyrir Víking sem fór með sigur af hólmi.

Víkingur er í 9. sæti með tíu stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni sem er í 8. sæti.

FH gat jafnað Þrótt að stigum í 2. sæti deildarinnar með sigri gegn Fram.

Maya Lauren Hansen kom FH yfir snemma leiks. FH fékk síðan vítaspyrnu og Maya steig á punktinn og skoraði annað mark FH og annað mark sitt.

FH var með yfirhöndina í seinni hálfleik en það var Fram sem náði að minnka muninn. Það gerði Murielle Tiernan þegar hún skallaði boltann í netið.

Thelma Karen Pálmadóttir innsiglaði sigur FH þegar hún skoraði með skoti inn á teignum þegar skammt var til loka leiksins.

FH er komið upp fyrir Þrótt í 2. sæti með 25 stig en Fram er áfram í 6. sæti með 15 stig.

Víkingur R. 2 - 1 Stjarnan
1-0 Shaina Faiena Ashouri ('11 )
2-0 Dagný Rún Pétursdóttir ('43 )
2-1 Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('82 , víti)
Lestu um leikinn

FH 3 - 1 Fram
1-0 Maya Lauren Hansen ('10 )
2-0 Maya Lauren Hansen ('37 , víti)
2-1 Murielle Tiernan ('81 )
3-1 Thelma Karen Pálmadóttir ('90 )
Lestu um leikinn
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 11 9 1 1 43 - 8 +35 28
2.    FH 11 8 1 2 26 - 12 +14 25
3.    Þróttur R. 11 8 1 2 24 - 11 +13 25
4.    Þór/KA 11 6 0 5 19 - 18 +1 18
5.    Valur 11 4 3 4 14 - 15 -1 15
6.    Fram 11 5 0 6 15 - 24 -9 15
7.    Tindastóll 11 4 1 6 17 - 20 -3 13
8.    Stjarnan 11 4 0 7 12 - 24 -12 12
9.    Víkingur R. 11 3 1 7 18 - 27 -9 10
10.    FHL 11 0 0 11 5 - 34 -29 0
Athugasemdir
banner