
Gabríel Aron Sævarsson er genginn til liðs við ÍR á láni frá Breiðabliki.
Gabríel Aron er 19 ára gamall og var lykilmaður í liði Keflavíkur fyrri hluta tímabilsins. Hann leikur sem framherji og skoraði 6 mörk í 16 leikjum fyrir Keflavík í sumar.
Gabríel Aron er 19 ára gamall og var lykilmaður í liði Keflavíkur fyrri hluta tímabilsins. Hann leikur sem framherji og skoraði 6 mörk í 16 leikjum fyrir Keflavík í sumar.
Hann samdi við Breiðablik fyrr í þessum mánuði. Samningurinn átti að taka gildi efitr tímabilið en Keflavík ákvað að flýta skiptunum.
Hann var kynntur til leiks hjá félaginu í kvöld fyrir stórleikinn gegn Njarðvík í toppslag í Lengjudeildinni. ÍR er með eins stigs forystu á Njarðvík á toppnum eftir jafntefli liðanna í kvöld.
Hann getur spilað með liðinu þegar ÍR heimsækir Selfoss á miðvikudaginn.
Athugasemdir