Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   fös 25. júlí 2025 21:30
Anton Freyr Jónsson
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var baráttuleikur, mikið um nágvígi og á endanum gríðarlegt svekkelsi að taka ekki alla þrjá punktana. Fáum víti á lokamínútu leiksins til þess komast yfir en okkar maður rennur á punktinum og klikkar en svona er fótboltinn, við vinnum saman, töpum saman og gerum jafntefli saman." sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir 2-2 jafnteflið við Þór í Lengjudeild karla.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Þór

„Þetta var 50/50 leikur og hefði geta dottið báðumegin og jafntefli er kannski sanngjörn niðurstaða."

Haraldur Freyr var spurður út í síðari hálfleikinn og hvernig honum hafi fundist sitt lið spila hann. 

„Mér fannst við bara spila vel, áttum marga góða spilkafla og komumst oft í góðar stöður, krossuðum boltanum oft og hefðum kannski geta fyllt boxið betur og erum á löngum köflum í síðari hálfleiknum með völdin á vellinum og óþarfi að fá þetta annað mark á okkur og það var bara ílla gert hjá okkur, lélegur varnarleikur."

Keflavík hefur verið að fá á sig alltof mikið af mörkum í undanförnum leikjum. Hvað þarf að breytast til að skrúfa fyrir þennan leka?

„Við þurfum bara að verja markið okkar betur og nenna varnarleiknum og það er rosalega erfitt að vinna fótboltaleiki  þegar við fáum alltaf á okkur tvö - þrjú mörk í leik og það segir sig sjálft og við þurfum að verjast betur."


Athugasemdir
banner