Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   fös 25. júlí 2025 22:56
Alexander Tonini
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara mjög vel, mjög sterkt að geta komið til baka 1-0 undir í hálfleik. Líka í ljósi þess að það er töluvert undir í deildinni en við létum það ekki slá okkur út af laginu.
Ég verð nú að segja að það var geggjað að spila á grasi, mér fannst það ekki hafa áhrif á okkar spilamennsku og gæti ekki verið sáttari"
, sagði Hrafn Tómasson eftir sinn fyrsta byrjunarleik í rúmt ár.

Hrafn Tómasson er lánsmaður frá KR sem hefur verið óheppinn með meiðsli og er að stíga upp úr krossbandaslitum í annað sinn á sínum unga ferli. Það var hins vegar ekkert ryð að sjá í leik hans í dag og hann fór svo sannarlega fyrir sínum mönnum í Þrótti Reykjavík sem sótti þrjú dýrmæt til Grindavíkur hér í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Þróttur R.

Það verður ekki af unga miðjumanninum tekið að hugarfarið er bæði gott og jákvætt. Þrátt fyrir erfið meiðsli lét hann þau ekki slá sig út af laginu. Þegar blaðamaður spurði hvort hann sæi loksins ljósið í enda ganganna, svaraði hann þessu til…“

„Það hefur alltaf verið ljós, aldrei myrkur"

Ef Hrafni tekst að fylgja eftir frammistöðunni í kvöld með fleiri svipuðum leikjum, þá er framtíðin svo sannarlega björt. Hann var afar áberandi á miðjunni og stýrði spilinu af öryggi – líkt og sannur KR-ingur á vellinum.

Leikurinn sjálfur var tvískiptur í eðli sínu. Heimamenn í Grindavík voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fóru með verðskuldaða forystu inn í leikhlé. Þróttarar komu hins vegar ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, snéru leiknum sér í vil og voru í raun líklegri til að bæta við marki undir lokin.

„Við þurfum kannski að hækka tempóið örlítið í og við vorum kannski örlítið of fyrirsjáanlegir í fyrri hálfleik. Mér fannst þeir (Grindavík) heilt yfir ekki eiga séns hvað spilamennsku varðar. Þetta var eins sanngjarnt og það verður"

Athugasemdir
banner