Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   fös 25. júlí 2025 22:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nýr þjálfari Sociedad um Orra: Hann er í fullkomnu formi
Mynd: EPA
Orri Steinn Óskarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Real Sociedad á undirbúningstímabilinu í morgun þegar liðið vann Yokohama FC í Japan. Orri skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri.

Orri átti erfitt með að festa sig í sessi í liði Sociedad á síðustu leiktíð sem var hans fyrsta tímabil eftir komuna frá FC Kaupmannahöfn. Hann meiddist síðan undir lok tímabilsins og er að koma til baka núna.

Það urðu stjóraskipti hjá Sociedad í sumar þar sem Imanol Alguacil lét af störfum og Sergio Francisco tók við af honum. Francisco tjáði sig um Orra eftir leikinn í morgun.

„Það eru góðar fréttir að við erum að skora mörk og að sjálfsögðu að Orri sé að skora þau. Hann er búinn að skora fyrir öll lið og hann hefur skorað hér. Þetta er gott fyrir sjálfstraustið hans, við sjáum að hann er í fullkomnu formi. Hann fékk 45 mínútur í dag og við erum ánægðir með það og að hann hafi lagt sitt af mörkum í dag," sagði Francisco.
Athugasemdir
banner
banner