Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   fös 25. júlí 2025 21:29
Elvar Geir Magnússon
Hearts hefur gert tilboð í Tómas Bent
Eitt stærsta lið Skotlands vill Tómas Bent.
Eitt stærsta lið Skotlands vill Tómas Bent.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoska félagið Hearts hefur gert tilboð í Tómas Bent Magnússon leikmann Vals og vill fá leikmanninn strax. Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals staðfestir að tilboð hafi borist í leikmanninn.

„Þetta er fyrst og fremst mikil viðurkenning fyrir Tomma og frammistöðuna sem hann hefur boðið upp á hjá okkur í sumar. Við vissum alveg hvað væri spunnið í þennan strák þegar hann kom til okkar og hann hefur heldur betur staðið undir því. Auðvitað glatað að missa hann á þessum tímapunkti en þetta er tækifæri sem öllum dreymir um og við höfum fullan skilning á því,“ segir Björn Steinar.

Tómas sem er 23 ára miðjumaður gekk til liðs við Val frá ÍBV fyrir tímabilið og hefur verið algjör lykilmaður á magnaðri miðju Valsmanna í sumar.

„Tómas Bent er gott dæmi um leikmann sem kemur á stóra sviðið hjá okkur í Val og grípur tækifærið. Þá gerast góðir hlutir og við óskum honum auðvitað alls hins besta og hlökkum til að fylgjast með honum í skosku úrvalsdeildinni. Þetta er auðvitað högg fyrir okkur enda höfum við verið á góðu skriði og Tommi algjör lykilmaður. Sem betur fer erum við með stóran og breiðan hóp og það styttist í bæði Marius Lundemo og Birki Heimis sem geta leyst þessa stöðu vel.“ segir Björn Steinar.

En eru Valsmenn ekki að leita að styrkingu?

„Við erum auðvitað opnir fyrir leikmönnum sem styrkja okkur og höfum verið að skoða ýmsa kosti. Glugginn er opinn og maður veit aldrei hvað gerist.“

Heyrðu að Valdimar væri óánægður
Hvað með Valdimar Þór Ingimundarson hafið þið gert annað tilboð í hann?

„Það hefur komið fram að við gerðum tilboð enda heyrðum við að hann væri óánægður í Víkinni og hefði óskað eftir því að losna undan samningi. Bæði lið voru að klára Evrópuleik og fókusinn hefur verið þar. Við heyrum í Víkingum í vikunni. Við erum auðvitað með augun opin ef eitthvað opnast en eins og ég segi þá eru bæði Marius og Birkir Heimis geggjaðir leikmenn sem við vonumst til að verði komnir inn á völlinn sem allra fyrst.“

Valur mætir FH í Bestu deildinni á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner